17.04.2018
Keilir býður upp á valkjarnanámskeiðið Farþegaflutningar í röð endurmenntunarnámskeiða atvinnubílstjóra. Námskeiðið fer fram laugardaginn 19. maí, kl. 9 - 16 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þátttökugjald er 19.900 kr.
Markmið farþegaflutninganámskeiðs
Bílstjórinn þekki atriði er lúta sérstaklega að akstri hópbifreiða, farþegaflutningum, ábyrgð bílstjóra á öryggi farþega og almennt að þjónustuhlutverki bílstjóra, náttúruvernd, ferðamennsku, mjúkum akstri o.fl. Hann þekki ákvæði í lögum og reglum um flutning farþega og sérbúnað hópbifreiða. Að því er stefnt að bílstjórinn:
- Aki mjúklega og af öryggi með vellíðan farþega í fyrirrúmi
- kunni leiðir til að veita örugga og vandaða þjónustu og tileinki sér góða framkomu gagnvart farþegum og öðrum vegfarendum
- þekki sérkenni ólíkra hópa farþega og kunni samskiptahætti sem stuðla að farsælli lausn ágreiningsmála
- þekki ákvæði í lögum og reglum um farþegaflutninga í atvinnuskyni, búnað hópbifreiða, nauðsynleg skjöl og leyfi, náttúruvernd og skyldur bílstjóra.
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Þeir atvinnubílstjórar sem tóku prófið 2013 eða seinna þurfa að taka annað þessara námskeiða fyrir 10. september næstkomandi ef þeir ætla að halda sínu atvinnuréttindum. Ef bílstjóri vill taka bæði þessi námskeið þá gildir annað sem fimmta valnámskeiðiðSamkvæmt nýrri reglugerð verða atvinnubílstjórar (ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D) að sækja endurmenntun á fimm ára fresti. Keilir hefur fengið viðurkenningu Samgöngustofu til að bjóða upp á endurmenntun bílstjóra til farþegaflutninga og vöruflutninga í atvinnuskyni og býður upp á kjarnanámskeið frá og með haustinu 2016.
Nánari upplýsingar veitir Margrét Hanna verkefnastjóri hjá Keili. Upplýsingar í síma 578 4079.