Fara í efni

Fida lauk tæknifræðinámi og rekur nú GeoSilica Iceland

Keilir hóf starfsemi 4. maí 2007 og fagnar því tíu ára afmæli á þessu ári, en samtals hafa um 3.000 nemendur útskrifast úr deildum skólans á þessum tíma. Í tilefni af afmælisárinu hefur skólinn safnað sögum og viðtölum við hluta þeirra nemenda sem hafa stundað nám í Keili og birt á heimasíðunni www.keilir.net/10ara

Fida Muhammed Abu Libdeh er stofnandi GeoSilica Iceland

Fida hóf nám í Háskólabrú á fyrsta starfsári Keilis árið 2007. Þar á eftir kláraði hún BS gráðu í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili sumarið 2012. Nú rekur hún, ásamt samnemanda úr tæknifræðinámi Keilis, sprotafyrirtækið GeoSilica Iceland sem vinnur kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum.

Fida er frábært dæmi um manneskju sem nýtti sér til fullnustu nýtt tækifæri til náms og þá möguleika sem henni stóðu til boða. Við óskum henni til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í atvinnulífinu.