Keilir býður nú upp á háskólanám í tæknifræði í fjarnámi á Austurlandi. Um er að ræða tilraunaverkefni sem hefst í ágúst 2013, háð lágmarksþátttöku. Námskeið verða kennd samhliða hjá Keili á Ásbrú og í fjarkennslubúnaði á Austurbrú á Egilsstöðum. Í náminu verður lögð áhersla á verklega kennslu sem fer að mestu fram í staðlotum á Egilsstöðum.
Háskólanám í tæknifræði
Tæknifræði er fjölfaglegt og hagnýtt háskólanám sem boðið er upp á í samstarfi Keilis og Háskóla Íslands. Það veitir útskrifuðum nemendum BSc-gráðu og rétt til að sækja um lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur eftir þriggja ára nám. Námið hentar vel þeim sem hafa góða verkþekking og áhuga á tæknilausnum og nýsköpun.
Tæknifræðibrú brúar bilið
Keilir býður nemendum sem vantar uppá stærðfræðikunnáttu að taka svokallaða tæknifræðibrú gegn gjaldi samhliða háskólanámi í tæknifræði á fyrsta misseri námsins. Þetta fyrirkomulag hentar til að mynda nemendum sem þurfa að rifja upp framhaldsskólastærðfræði, þeim sem hafa lokið stúdentsprófi án þess að vera með nægilega marga stærðfræðiáfanga (til dæmis af félagsfræðibraut) og þeim sem koma í háskólanám úr iðnnámi..
Nánari upplýsingar á heimasíðu tæknifræðináms Keilis.