22.01.2024
Fjarnámshlaðborð Keilis býður upp á úrval áfanga í fjarnámi á framhaldsskólastigi. Hægt er að skrá sig og byrja hvenær sem er, alla daga ársins. Hægt er að velja um 19 mismunandi áfanga. Nýjung er að nú er hægt að læra eðlisfræði á ensku og skyndihjálp sem lýkur með verklegri kennslu í Keili. Á næstu dögum verða nútímabókmenntum, siðfræði heilbrigðisstétta og umhverfismennt bætt við úrvalið sem fyrir er. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Keilis.
Áhugasamir geta sent fyrirspurn á hladbord@keilir.net