Fara í efni

Fjölmenn ráðstefna um nýjungar í skólastarfi

Jonathan Bergmann & Aaron Sams
Jonathan Bergmann & Aaron Sams
Keilir, ásamt íslenskum og evrópskum samstarfsaðilum, stóðu fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um vendinám í skólastarfi 14. apríl síðastliðinn. Hátt í 400 kennarar og skólastjórnendur sóttu ráðstefnuna og fengu innsýn í hvernig hægt er að nýta vendinám og tækninýjungar við kennslu og þróun nýrra kennsluhátta.
 
Vendinám gengur út á að snúa hefðbundinni kennslu snúið við. Fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu og geta nemendur horft á þær eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Nemendur vinna aftur á móti heimavinnuna í skólanum, oft í verkefnum, undir leiðsögn kennara. Kennslustundir í skólanum verða fyrir vikið frábrugðnar hefðbundinni kennslu. Þar sem þetta form hefur verið reynt virðist lærdómurinn verða lifandi ferli sem virkjar nemendur á skemmtilegan hátt. Nám er alltaf á ábyrgð nemenda og undirbúningur fyrir verkefnatímana í skólanum er nauðsynlegur til þess að vinnan í skólanum nýtist á virkan hátt.
 
Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Jonathan Bergmann og Aaron Sams Jonathan Bergmann og Aaron Sams, forsprakkar vendinámsins og höfundar bókarinnar ?Flip Your Classroom: Reach Every Student in Every Class Every Day?. Fyrirlestri þeirra var síðan fylgt eftir með hátt í tuttugu mismunandi vinnustofum þar sem kennarar víðsvegar af landinu kynntu tæki, tækni og kennsluhætti sem nýtast þeim í skipulagningu og framkvæmd vendináms. Í framhaldin af ráðstefnunni stóðu Jonathan og Aaron fyrir vinnubúðum fyrir um 60 skólastjórnendur og kennara um hvernig hægt er að innleiða vendinám í skólastarfi.
 
Þróun handbóka fyrir skóla sem vilja innleiða vendinám
 
Haustið 2014 hlaut Keilir, ásamt samstarfsaðilum á Íslandi og í Evrópu, rúmlega þrjátíu milljóna króna styrk úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til þróunar á handbókum um innleiðingu vendináms í skólum þar sem upplýsingatækni er notuð til að auðga námsumhverfi nemenda. Verkefnið er til tveggja ára og nefnist ?FLIP - Flipped Learning in Praxis?.
 
Einkum verður leitast við að afmarka og gera grein fyrir þeim þáttum í innleiðingarferli sem stuðla að árangursríkri notkun upplýsingatækni, einstaklingsmiðuðu námsumhverfi, og verkefnamiðuðu námi. Meðal afurða verkefnisins eru handbækur fyrir kennara sem vilja innleiða vendinám, verða ráðstefnur og vinnubúðir fyrir kennara í samstarfslöndunum, samantekt á fyrirmyndarverkefnum og bestu starfsvenjum í vendinámi, uppsetning á opnum gagnagrunni þar sem aðilar geta deilt efni sem tengist innleiðingu og utanumhaldi vendináms.
 
Háskólabrú Keilis er leiðandi aðili í vendinámi á Íslandi
 
Á Háskólabrú Keilis er lögð megin áhersla á vendinám og hefur skólinn undanfarin ár markað sér sérstöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir miða við þarfir fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Yfir 1.200 nemendur hafa útskrifast úr Háskólabrú Keilis frá upphafi og hafa langflestir þeirra haldið áfram í háskólanám að því loknu. Keilir er eini skólinn sem býður upp á aðfararnám í samstarfi við Háskóla Íslands, sem þýðir að útskrifaðir nemendur Háskólabrúar hafa úr mestu námsframboði að velja af íslenskum skólum sem bjóða upp á aðfaranám.