Á þessu 12 vikna námskeiði lærir þú hvernig á að undirbúa leiðbeiningar og veita verklega flugþjálfunartíma. Farið verður yfir helstu atriði kennslufræðinnar, sálfræði, mannlegrar getu og afköst samtvinnað við kennsluaðferðir, framkvæmd kennslu flugæfinga, meðhöndlun mistaka flugnema, gerð kennsluáætlana og notkun kennslutóla, auk skjalavistunar og gerð prófa og annara skjala.
Einnig er farið í fyrirlestrasmíði og framsögu sem er kennt og þjálfað með styttri og lengri fyrirlestrum í kennslustofu ásamt tækni í vendinámi.
Skólinn býður nám til að öðlast flugkennararéttindi- FI(A). Námið samanstendur af 125 klst. bóknámi í staðnámi og 30 klst í verknámi, þar sem nemandi er settur í stöðu flugkennara. Þar af mun nemandi fljúga 5 klst með öðrum nemanda, undir leiðsögn tilnefnds flugkennara. Námið er um 12 vikur að lengd. Flugkennaranámið undirbýr því nemanda til að veita almenna verklega og bóklega kennslu á einkaflugmannsstigi.
Mikill skortur hefur verið á flugkennurum bæði á Íslandi og erlendis, en þeir hafa verið eftirsóttur starfskraftur hjá flugrekendum vegna færni og reynslu sinnar í flugtengdum efnum sem snúa að samstarfi tveggja flugmann. Flugkennari öðlast mikla reynslu við að sjá mistök og grípa fram í á réttum tíma, leiðrétta og leiðbeina, en allt eru það bestu kostir atvinnuflugmanns í starfi. Reynslan af flugkennarastarfi, er því eitthvað sem flugmaðurinn býr að alla tíð og með aukinni reynslu myndast svo tækifæri til flóknari og meira krefjandi kennslu svo t.d. blindflugskennslu, listflug eða línu-/tegundarþjálfunar hjá flugrekanda.