Dagana 26. - 29. maí fara fram varnir lokaverkefna hjá útskriftarnemum í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis. Kynningarnar fara fram í aðalbyggingu Keilis og eru öllum opnar nema annað sé tekið fram.
- Heiti verkefnis: Fóðurkerfi fyrir fiskeldi
- Nemandi: Sverrir H. Hjálmarsson
- Tímasetning: Föstudagur 29. maí, kl. 13:00
Lýsing: Tilgangur þessa verkefnis er að komast að því hvort möguleiki sé að bæta úr nákvæmni fóðurkerfa fyrir laxeldi með notkun kraftnema. Hannað verður forrit og stjórnbúnaður sem getur tekist á við rannsókn á mismuni milli kerfa sem gefa eftir afkastamælingu á tímaeiningu annarsvegar og vigtunar á hverri gjöf hins vegar. Iðntölva verður notuð til stjórnunar á búnaðinum og verður forritið hannað á þann veg að möguleiki sé að nýta það til framleiðslu á búnaðinum ef niðurstöður gefa tilefni til. Þetta á meðal annars við um gagnasöfnun á magni gjafa hverju sinni og geymslu á þeim.
Útfærsla á fóðurbúnaði fyrir laxaseiði verður einnig gerð skil. Um er að ræða þekkta aðferð sem er síló og snigilfærsla á fóðri út í ker. Þessi hönnun verður betrumbætt hvað varðar nákvæmni með því að koma fyrir kraftnemum til vigtunar. Útfærsla á búnaði verður teiknuð upp og burður ásamt afl-útreikningum verður reiknaður. Kostnaður við helstu hliðarkerfi verður skoðaður og mat lagt á hvaða kerfi koma best út við frumhönnun með búnaði. Verkefnið er unnið í samstarfi við fyrirtækið Eldislausnir ehf.