06.05.2019
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, komu í opinbera heimsókn í Reykjanesbæ í byrjun maí.
Þau litu við í Keili og fengu kynningu á starfsemi skólans, meðal annars nýjungum í kennsluháttum og námsumhverfi, auk kynningar á námsbrautum skólans, svo sem nýju námi til stúdentsprófs með áherslu á tölvuleikjagerð í Menntaskólanum á Ásbrú.
Forsetinn fékk einnig tækifæri á að prófa einn fullkomnasta flughermi til flugkennslu á Íslandi. Þá var tilkynnt um nýjan trjálund - Guðnalund - nefnt eftir forsetanum sem verður komið upp við aðalbyggingu Keilis.
Keilir fékk að gjöf mynd úr forsetatíð Sveins Björnssonar tekna við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli á Ásbrú sem nú hefur verið rifin.
Starfsfólk og nemendur Keilis þakka forsetahjónunum fyrir heimsóknina.