Samtök iðnaðarins hafa farið fram á við háskóla á Íslandi sem bjóða upp á tækni- og verkfræðinám, að þeir framlengi umsóknarfrest í nám fyrir haustönn 2010.
Í ljósi þessarar áskorunnar hefur umsóknarfrest í tæknifræðinám verið framlengdur til 21. júní næstkomandi.
Atvinnulíf og iðnaður á Íslandi hafa sent frá sér skýr skilaboð um að uppbygging þekkingariðnaðar og framleiðslugreina á Íslandi kalli á mikla fjölgun tæknimenntaðra einstaklinga og því sé nauðsynlegt að fjölga til muna nemendum í tækninámi.
"Ég held að ungt fólk átti sig ekki nægilega vel á því hve mikil þörf er á fólki með hvers konar verk- og tæknimenntun, ekki síst á hugbúnaðar-, raf- og véltækni af ýmsu tagi. Vaxtargreinar okkar þurfa á svona fólki að halda. Fáist það ekki geta fyrirtækin ekki vaxið hér á landi og það má ekki gerast", segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Keilir hefur ákveðið að bregðast við þessu kalli og framlengja umsóknarfrest til 21. júní. Í leiðinni hvetjum við nemendur að sækja nám í tæknifræði og ýta þannig undir samkeppnishæfni og framtíðaruppbyggingu atvinnulífs og iðnaðar á Íslandi.