Fara í efni

Fullgildur flugumferðarstjóri

Ekki er langt síðan Keilir hóf kennslu í námi til flugumferðarstjóra. Fyrsti hópurinn útskrifaðist fyrir rúmu einu ári en síðasta sumar lauk stór hópur einnig námi.

Ekki er langt síðan Keilir hóf kennslu í námi til flugumferðarstjóra. Fyrsti hópurinn útskrifaðist fyrir rúmu einu ári en síðasta sumar lauk stór hópur einnig námi.

Að þessu námi loknu tekur við starfsþjálfun með röð strangra æfinga og prófa. Þá geta nemendur fyrst sótt um full starfsréttindi sem flugumferðarstjórar. Í dag lauk Einar Sverrisson þessum merka áfanga.  Segja má að það sé söguleg stund bæði fyrir Einar – sem telst því fullgildur flugmferðarstjóri – og fyrir Keili því Einar er fyrstur nemenda hins unga Keilis til að stíga þetta mikilvæga skref. Fleiri munu vera á leiðinni en við óskum Einari til hamingju með þennan merka áfanga.

Smelltu hér til að skoða nám í flugumferðarstjórn