Fara í efni

Fyrirlestur með Sigurði Ragnari

Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður R. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu verður með opinn fyrirlestur í Andrews theater, föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12.

Sigurður R. Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í knattspyrnu verður með opinn fund í Andrews theater föstudaginn 1. febrúar kl. 11-12. Aðgangur er öllum opinn og er enginn aðgangseyrir á fyrirlesturinn.

Sigurður hefur náð einstökum árangri með kvennalandsliðið okkar, m.a. komið því í úrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Það er einstakur árangur og er þáttur  þjálfarans í þessum glæsilega árangri verulegur. Sigurður er sálfræðingur að mennt. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir almenning og starfsfólk fyrirtækja um það að ná árangri, ekki einungis í íþróttum heldur í lífinu almennt, hvort sem er í starfi eða einkalífi.

Hefur verið gerður mjög góður rómur að þessum fyrirlestrum Sigurðar og er hann eftirsóttur fyrirlesari. Nú gefst Suðurnesjabúum öllum kostur á að hlýða á eldhugann Sigurð í Andrews theatre á Ásbrú. Keilir, Kadeco og SAR í samstarfi við fyrirtæki á Suðurnesjum standa að þessum fundi og bjóða öllum áhugasömum að koma.