Fara í efni

Fyrirlestur um loftslagsbreytingar

Föstudaginn 13. apríl, kl. 13:00 verður opinn fyrirlestur um loftslagsbreytingar í Andrews Theatre á Ásbrú. Sigurður Eyberg, umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindi og forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setur viðburðinn með frásögn af ferð sinni með Al Gore til Suðurheimskautslandsins fyrr á árinu. 

Föstudaginn 13. apríl, kl. 13:00 verður opinn fyrirlestur um loftslagsbreytingar í Andrews Theatre á Ásbrú. Sigurður Eyberg, umhverfis- og auðlindafræðingur flytur erindi og forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, setur viðburðinn með frásögn af ferð sinni með Al Gore til Suðurheimskautslandsins fyrr á árinu. 

Loftslagsbreytingar - vísindaskáldskapur eða raunveruleiki
 
Eru loftslagsbreytingar raunverulegar? Eru þær af mannavöldum? Af hverju er ekki verið að gera neitt í málunum ef þær eru raunverulegar? Koma þær okkur við hér á Íslandi? Hvað get ég gert? 
 
Sigurður Eyberg, umhverfis- og auðlindafræðingur mun ræða þessar spurningar á opnum fyrirlestri í Andrews Theatre föstudaginn 13. apríl nk. kl. 13:00. Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun setja viðburðinn með frásögn af ferð sinni með Al Gore til Suðurheimskautslandsins fyrr á árinu. 
 
Viðburðurinn er samstarfverkefni Climate Reality Project, samtaka Nóbelsverðlaunahafans Al Gore sem helgar sig upplýstri umræðu um loftslagsbreytingar, Garðarshólms sem er miðstöð sjálfbærni sem er í smíðum á Húsavík, Stofnunar Sæmundar Fróða, rannsóknar- og þjónustustofnunar á sviði sjálfbærrar þróunar og þverfaglegra viðfangsefna innan Háskóla Íslands og Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs.
 
Fyrirlesturinn er öllum opinn.