Fara í efni

Fyrirlestur um námstækni

Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Félags lesblindra kynnir námstækni ásamt hjálpartækjum sem nýtast við nám og störf fimmtudaginn 6. mars.

Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Félags lesblindra kynnir öðruvísi námstækni ásamt hjálpartækjum sem geta nýst öllum vel við nám og störf á fyrirlestri í Keili fimmtudaginn 6. mars.

Við hvetjum alla þá sem hafa einhvern áhuga á að bæta námstækni sína og/eða vilja fá innsýn í leiðir sem geta gert námið og/eða starfið auðveldara til að nýta sér þetta tækifæri. Hvetjum sérstaklega alla þá sem eiga við einhverja lestrar- eða skriftarörðugleika að stríða til að mæta.

Kynningin er öllum opin og fer fram kl. 14:00 fimmtudaginn 6. mars í stofu B4 í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú.