Fara í efni

Fyrrum nemandi á Háskólabrú og tæknifræðinámi Keilis hlýtur námsstyrk

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson er meistaranemi í olíuverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet. Hann fór í Háskólabrú Keilis, lauk þaðan prófi með hæstu einkunn, fór þá beint í tæknifræðinám Keilis og útskrifaðist sem Orku- og umhverfistæknifræðingur frá HÍ og dúxaði deildina.

Frá Keili hélt hann beint í nám við DTU og stefnir að því að ljúka meistaranámi í olíuverkfræði í júní 2015.

Hér má sjá samantekt á BSc verkefni Tolla í orku- og umhverfistæknifræði hjá Keili og Háskóla Íslands sem nefndist "Quantitative evaluation of fat from the sewage system of two towns in Iceland."

Þorvaldur Tolli Ásgeirsson er fæddur 30. nóvember 1971 í Reykjavík. Stuttu eftir grunnskóla gerðist hann sjómaður í Vestmannaeyjum. Hann var á Guðrúnu VE122 í 6 ár og flutti sig síðan yfir til Ísfélag Vestmanneyja á Sigurð VE15 og var þar 12 ár. Árið 2006 hóf Þorvaldur störf á Frár VE75, en slasaðist við störf sín í ágúst sama ár. Þorvaldur fór í Hringsjá, náms og starfs endurmenntun, árið 2008 og hóf í framhaldinu nám hjá Keili, fyrst í Háskólabrú og síðan í orku- og umhverfistæknifræði.