26.02.2010
24 ÍAK einkaþjálfarar og 3 frumkvöðlar útskrifuðust frá Keili 26. febrúar síðastliðinn.
24 ÍAK einkaþjálfarar og 3 frumkvöðlar útskrifuðust frá Keili 26. febrúar síðastliðinn.
Ræður fluttu Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, Gunnhildur Vilbergsdóttir, forstöðukona Heilsuskóla Keilis og Einar Gunnar Karlsson
sem talaði fyrir hönd brautskráðra. Tónlistarkonurnar Konfekt sungu við athöfnina.
Veitt voru verðlaun fyrir góðan námsárangur í báðum námsbrautunum. Hæstur í frumkvöðlanámi var Haukur
Nikulásson með einkunnina 8,65. Hæstar í ÍAK einkaþjálfun voru Anna Sæunn Ólafsdóttir og Borghildur Kristjánsdóttir
með einkunnina 9,44.
Félag ÍAK einkaþjálfara var formlega stofnað á athöfninni og heimasíða félagsins opnuð. Í forsvari fyrir félagið er Kristján Ómar Björnsson, ÍAK
einkaþjálfari og mun félagið fyrst og fremst vera hagsmunafélag fyrir ÍAK einkaþjálfara en Keilir hefur nú útskrifað 110
ÍAK einkaþjálfara.