01.03.2011
Í síðustu viku kom á Ásbrú 14 manna hópur nemenda og kennara frá Tækniskólanum í Þórshöfn
Færeyjum.
Í síðustu viku kom á Ásbrú 14 manna hópur nemenda og kennara frá Tækniskólanum í Þórshöfn Færeyjum.
Í síðustu viku kom á Ásbrú 14 manna hópur nemenda og kennara frá Tækniskólanum í Þórshöfn Færeyjum. Dvöldu þau á Ásbrú en fóru mánudaginn 28. febrúar heim aftur. Hefur hópurinn kynnt sér fyrirtæki á Íslandi – einkum nýsköpunarfyrirtæki. Á þriðjudeginum fóru þau um Suðurnesin í skemmtilega kynningu á fyrirtækjum hér í nágrenni. Á þriðjudeginum voru þau við leik og störf hér hjá Keili – einkum í tengslum við Orku- og tækniskólann. Færeyingarnir voru afar ánægðir með heimsóknina og má búast við samstarfi milli skólanna í framtíðinni á sviði kennslu og rannsókna.