Fara í efni

Góð heimsókn frá BNA

Frá heimsókn Valerie Kratzer til Keilis
Frá heimsókn Valerie Kratzer til Keilis
Keilir fékk skemmtilegan gest til sín föstudaginn 1. júlí síðastliðinn, þegar fyrrum nemandi A.T. Mahan skólans á Ásbrú kom í heimsókn. Keilir fékk skemmtilegan gest til sín föstudaginn 1. júlí síðastliðinn, þegar fyrrum nemandi A.T. Mahan skólans á Ásbrú kom í heimsókn.


Valerie Kratzer kom gagngert á Ásbrú ásamt fjölskyldu sinni til að rifja upp gamlar minningar, en hún sótti A.T. Mahan skólann á árunum 1985-1988. Að auki kenndi móðir hennar sögu við sama skóla. Valerie á þannig sterkar minningar úr því húsi sem heitir Keilir í dag.

Fjölskyldan er á vikuferðalagi um Ísland og hyggst nýta það vel til að skoða landið. Fyrsta ferðin var vitaskuld á Ásbrú þar sem Valerie sýndi fjölskyldu sinni hvar "mamma" hafði búið, gengið í skóla, stundað íþróttir, verslað o.s.frv.

Aðspurð um dvölina hér á landi sagði Valreie að nýlega hefði verið "reunion" í Norfolk hjá krökkum sem höfðu verið á sama tíma á Keflavíkurflugvelli. Sagði hún það einróma álit allra að þetta hefðu verið frábærir tímar og ættu þau ekkert nema góðar minningar frá dvölinni á Íslandi. Sæist það m.a. á því að fyrrum nemendur í A.T. Mahan væru búnir að koma sér upp fésbókarsíðu um skólann. Þar væri fjöldi skráður sem vinir og sæist á spjallinu hversu ljúflega fólkið minnist veru sinnar á Íslandi.

Valerie og fjölskylda hennar fengu leiðsögn um Keili og þótti þeim mikið til koma að sjá hvernig húnsæðið væri nýtt til menntunar á ungu fólki.

Facebook síða A.T. Mahan