Fara í efni

Góður kynningarfundur fyrir Undirbúningsnámskeiði fyrir inntökupróf í læknis-, sjúkraþjálfunar- og tannlæknisfræði.

Keilir hélt nýverið kynningarfund á undirbúningsnámskeiði fyrir þá sem hyggja á að þreyta inntökupróf hjá læknadeild Háskóla Ísland í júní 2025. Fundurinn var haldinn í húsnæði Háskóla Íslands og var einnig í beinu streymi.
Fríða Kristín Jónsdóttir og Hildur Reykdal Snorradóttir sem báðar eru nemendur í læknisfræði á fyrsta ári veittu viðstöddum innsýn á hvað námskeiðið hefði uppá að bjóða og deildu persónulegri reynslu af námskeiðinu og inntökuprófinu. Þær kynntu uppbyggingu námskeiðsins og inntökuprófsins . Þær veittu einnig góð ráð varðandi undirbúninginn, skipulag og námstækni.
Á kynningunni gerðu þær einnig grein fyrir niðurstöðum könnunar sem nýlega var lögð var fyrir nýnema í læknisfræði. En tæp 90% af þeim 54 sem svöruðu könnuninni höfðu nýtt sér undirbúningsnámskeiðið í sínu undirbúningsferli og 85% þeirra fannst námskeiðið hafa nýst vel eða mjög vel.
Námskeiðið hefur verið haldið ár hvert síðan 2003 og er hugsað til undirbúnings fyrir nemendur sem stefna á að taka krefjandi inntökupróf í læknisfræði, tannlæknisfræði eða sjúkraþjálfun. Kennsluefnið er uppfært reglulega í samræmi áherslur prófsins ár frá ári.

Námskeiðið samanstendur af fjórum megin þáttum

  • Aðgang að kennsluvef með yfirgripsmiklu efni sem samanstendur af af fyrirlestrum, dæmatímum og æfingarverkefnum.
  • Handbók námskeiðsins „Biblíu“ sem samanstendur af reynslusögum fyrri nemenda, ráðum varðandi undirbúning og námstækni ásamt samantekt á uppbyggingu prófsins, efnistökum og grænjaxlahandbók þar sem búið er að taka marga þætti er mætti flokka undir almenna þekkingu.
  • Stoðfyrirlestrum og stoðtímum: Janúar – apríl
  • Vorfyrirlestrum byrja um miðjan maí og standa yfir í tvær vikur. 

Bæði stoðtímafyrirlestrar og vorfyrirlestrar eru haldnir í húsnæði Háskóla Íslands en verða einnig í beinu streymi og að lokum settir inn á kennsluvefinn, sem gerir nemendum kleift að fylgjast með þeim hvar sem er og hvenær sem.
Með því að skrá sig í undirbúningsnámskeiðið hjá Keili fá nemendur verkfæri sem getur auðveldað þeim undirbúningsferlið og aukið möguleika þeirra á að ná góðum árangri.
Hægt er að byrja að skrá sig á námskeiðið í haustannar ár hver og nýta efnið þess frama að inntökuprófinu sem haldið er í byrjun júní ár hvert. Sjá: Heimasíða inntökuprófs
Þeir sem hafa fyrirspurnir varðandi námskeiðið er velkomið að senda póst á inntökuprof@keilir.net eða á namsradgjafi@keilir.net