Fara í efni

Hádegisfyrirlestur um brennisteinsvetni

Frá Nesjavallavirkjun
Frá Nesjavallavirkjun

Mánudaginn 26. maí næstkomandi mun Snjólaug Ólafsdóttir nýdoktor í umhverfisverkfræði við Háskóla Íslands halda hádeigsfyrirlestur um örlög brennisteinsvetnis frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðavirkjun. 

Snjólaug Ólafsdóttir er fædd árið 1981 á Akureyri. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2001, lauk B.S. prófi í efnafræði frá Raunvísindadeild HÍ 2005 og M.S. prófi í umhverfisverkfræði frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ árið 2007. Snjólaug hóf doktorsnám í umhverfisverkfræði haustið 2007 og fékk til þess styrk frá Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Árið 2011-2012 vann hún hjá Mannviti verkfræðistofu en frá 2012 hefur hún unnið að doktorsverkefni sínu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. 

Fyrirlesturinn er á vegum tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands og fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú kl. 12 - 13 þann 26. maí næstkomandi. Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um doktorsvörn Snjólaugar