07.02.2012
Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á árlegum Háskóladegi, sem verður haldinn, 18. febrúar
næstkomandi kl. 12 - 16. Gestir geta kynnt sér nám, starfsemi og þjónustu Keilis í Háskólabíó.
Allir háskólar landsins kynna námsframboð sitt á árlegum Háskóladegi, sem verður haldinn, 18. febrúar
næstkomandi kl. 12 - 16. Gestir geta kynnt sér nám, starfsemi og þjónustu Keilis í Háskólabíó.
Kynning á námsframboði og þjónustu Keilis
Á Háskóladeginum verða kynntar yfir 500 námsleiðir í öllum háskólum landsins. Ásamt námskynningu skólanna
verður boðið upp á ótal viðburði og uppákomur sem sýna starfsemi þeirra í litríku ljósi. Háskóladagurinn
2012 verður haldinn 18. febrúar 2012 klukkan 12 - 16. Allir eru velkomnir.
Keilir verður með bás í anddyri Háskólabíó, þar sem hægt verður hægt að kynnast BSc námi í
tæknifræði, flugnámi og ÍAK einkaþjálfun. Hægt verður að prófa flughermi Flugakademíu Keilis, nemendur úr
tæknifræðinámi Keilis segja frá lokaverkefnum sínum, kynntar verða námsmannaíbúðir á Ásbrú, ÍAK
einkaþjálfarar verða með hoppmælingar, greiningar á styrk og fleira.
Háskóladagurinn á landsbyggðinni
Keilir verður einnig með kynningar á námsframboði landsbyggðinni og heimsækir nokkra framhaldsskóla landsins í mars. Kynningarnar verða
auglýstar sérstaklega á viðkomandi stöðum þegar nær dregur.
- 6. mars: Menntaskólinn á Egilsstöðum
- 7. mars: Verkmenntaskólinn á Akureyri
- 8. mars: Fjölbrautaskóli Suðurlands á Selfossi
- 14. mars: Menntaskólinn á Ísafirði
Staðsetning skóla á Háskóladeginum í Reykjavík
- Háskólabíó: Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Keilir og Norrænir háskólar
- Háskóli Íslands: Aðalbygging, Askja og Háskólatorg
- Háskólinn í Reykjavík og Listaháskóli Íslands í húsakynnum HR í Nauthólsvík.
- Norræna húsið: Bifröst
Flygstu með okkur á Facebooksíðu Háskóladagsins