Fulltrúar frá University of South Florida heimsóttu Keili á dögunum vegna undirbúnings á sameiginlegum rannsóknarverkefnum.
Fulltrúar frá Clean Energy Research Center - University of South Florida (USF) heimsóttu Keili á dögunum vegna undirbúnings á sameiginlegum rannsóknarverkefnum.
Dr. Elias Kyriakos Stefanakos, forstöðumaður stofnunarinnar, og Dr. Dharendra Yog Goswami prófessor, voru hér á landi gagngert til að skoða möguleika á samstarfi við Orkurannsóknir ehf, tæknifræðinám Keilis, verkfræðistofur og orkufyrirtæki, varðandi verkefni sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þeir tóku meðal annars þátt í vinnufundi með ofangreindum aðilum sem fór fram í Eldey á Ásbrú fimmtudaginn 13. mars síðastliðinn. Á fundinum var einkum rætt um tvö rannsóknarverkefni um hreinsun brennisteinsvetnis úr gufu frá jarðhitavirkjunum og flutning á jarðvarmaorku fyrir fjavarmaveitur á köldum svæðum.
Heimsókn Dr. Stefanakos og Dr. Goswami tókst afar vel og væntum við mikils af samstarfsverkefnum með Háskólanum í Suður-Flórída í framtíðinni.
Nánari upplýsingar um verkefnin veitir Jón Hjaltalín Magnússon, verkefnisstjóri hjá Keili.