Fara í efni

Heimsókn frá Japan

Frá gosráðstefnunni
Frá gosráðstefnunni
Fimmtudaginn 28. október verður hópur prófessora frá háskólanum í Kyoto í heimsókn hjá Keili. 

Fimmtudaginn 28. október verður hópur prófessora frá háskólanum í Kyoto í heimsókn hjá Keili. 

Markmið heimsóknarinnar er að ræða við fulltrúa Keilis og ýmsa innlenda aðila um meginniðurstöður af ráðstefnu Keilis um gosið í Eyjafjallajökli og flugstarfssemi. Hefur sú ráðstefna fengið gífurlega umfjöllun víða um heim.

Kyoto háskólinn hyggst standa fyrir vinnufundi um sama efni og tekið var fyrir á ráðstefnu Keilis. Samhliða verður rætt um möguleika á samstarfi milli Keilis og Kyoto háskóla. Ekki síst sjáum við möguleika þar á sviði orkumála og svonefndrar jarðvár. Á föstudaginn munu Japanirnir heimsækja ýmsar stofnanir og fyrirtæki í Reykjavík, ásamt því að hitta forseta Íslands.