Fara í efni

Heimsókn frá Lehigh University

Hópur nemenda frá Lehigh háskólanum í Pennsylvaniu
Hópur nemenda frá Lehigh háskólanum í Pennsylvaniu

Þrjátíu manna hópur nemenda, forstöðumanna og kennara frá Lehigh háskólanum í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum heimsótti Orku- og tækniskóla Keilis á dögunum. Þrjátíu manna hópur nemenda, forstöðumanna og kennara frá Lehigh háskólanum í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum heimsótti Orku- og tækniskóla Keilis á dögunum.

 
Hópurinn var í viku ferð á Íslandi að kynna sér endurnýjanlega orku, ferðamennsku, fjármálalíf og stjórnmál. Sem liður í kynningu þeirra á nýtingu Íslendinga á vistvænum og endurnýjanlegum orkugjöfum, heimsótti hópurinn Keili.
 
Fyrir utan kynningu á starfsemi og námsbrautum Keilis í aðalbyggingu skólans, fékk hópurinn yfirlit yfir notkun á orkugjöfum og þróun á nýtingu auðlinda á Íslandi, ásamt því að skoða aðstöðu Orku- og tækniskólans. Að því loknu heimsótti hópurinn Reykjanesvirkjun, en HS Orka bauð þeim að skoða bæði virkjunina og borholu á svæðinu, ásamt því að sjá sýninguna Orkuverið Jörð.
 
Mikill áhugi var hjá nemendum og forstöðumönnum Lehigh um námið og aðstöðu Keilis til rannsókna og tilrauna á vistvænu eldsneyti. Einnig lýsti hópurinn yfir áhuga á að koma aftur til Keilis til að fá ítarlegri kynningu á endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi, nýta aðstöðu skólans til rannsókna á vistvænu eldsneyti og fá enn betri mynd af nýtingu á jarðhita á Reykjanesinu.