23.10.2013
Fyrsti árgangur Háskólabrúar Keilis hittist laugardaginn 19. október síðastliðinn í Keili og fagnaði fimm ára útskriftarafmæli sínu.
Hópurinn heimsótti bæði gamla kennsluhúsnæði Keilis sem var í kirkju Varnarliðsins á Ásbrú og nýja kennsluhúsnæðið sem var opnað haustið 2010. Þessir fyrrum nemendur Keilis áttu glaðan dag og voru miklir fagnaðarfundir hjá samhentum hópi. Rúmur helmingur útskriftarnema mættu, en drjúgur hluti af hópnum er í námi erlendis.
Mikill meirihluti þessa glæsilega hóps hefur nú lokið háskólanámi í hinum ýmsu háskólum og státar nú ýmist af BSc/BA/BEd gráðu eða mastergráðu. Við erum gífurlega stolt af þessum fyrsta útskriftarhópi Háskólabrúar Keilis. Sannkallaðir brautryðjendur.