18.05.2012
Nemendur úr Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ kynntust vísindagöldrum og tæknibrellum í tæknifræðinámi Keilis.
Nemendur úr Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ skoðuðu vísindagaldra og tæknibrellur í tæknifræðinámi Keilis. Meðal þess sem þau fengu að kynnast voru efnafræðitilraunir, eðlisfræðitilraunir, róbotar, rafmagnsfræði og forritun. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina. Myndir frá heimsókninni má skoða á Facebooksíðu Keilis.
Fyrirspurnir um tæknifræðinámið og óskir um skólaheimsóknir má senda á netfangið: kit@keilir.net