Fara í efni

Heimsókn og fyrirlestrar frá MCAST háskólanum á Möltu

Fulltrúar frá MCAST - Malta College of Arts, Science & Technology heimsækja tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis 5. - 6. desember næstkomandi. Á meðan á heimsókninni stendur munu þeir meðal annars kynna sér starfsemi skólans og fyrirkomulag tæknifræðinámsins, auk þessa að ræða um mögulegt samstarf milli skólanna sér í lagi á sviði kennslu og rannsókna á endurnýjanlegum orkugjöfum og mekatróník hátæknifræði.

Þá munu aðilar frá MCAST standa fyrir kynningu á skólanum og erindi fyrir nemendur tæknifræðináms Keilis.

  • Mánudagur 5. desember kl. 9:15 - 11:55
    Erindi frá MCAST: Introduction of the standard negative feedback architecture with a hands-on experiment using a microcontroller, a servo pan and tilt system and LDR's for a simple light following robot.

  • Þriðjudagur 6. desember kl. 13:00 - 14:15
    Opin kynning: Presentation on MCAST and Malta

  • Þriðjudagur 6. desember kl. 14:30 - 15:45
    Erindi: PCB design using simulation software