Fara í efni

Heimsókn og fyrirlestrar frá Tækniháskólanum í Ostrava, Tékklandi

Fulltrúar frá tækniháskólanum í Ostrava í Tékklandi heimsækja tæknifræðinám Háskóla Íslands og Keilis vikuna 22. - 26. ágúst. Á meðan á heimsókninni stendur munu þeir meðal annars kynna sér starfsemi skólans og fyrirkomulag námsins, auk þess að ræða um samstarf á milli skólanna sér í lagi á sviði kennslu og rannsókna á endurnýjanlegum orkugjöfum og mekatróník hátæknifræði.
 
Þá mun VSB standa fyrir nokkrum opnum fyrirlestrum í Keili. Fyrirlestrarnir fara fram í stofu A1 í aðalbyggingu Keilis, miðvikudag og föstudag kl. 13:00 - 14:30 og eru öllum opnir.
 
Miðvikudagur 24. ágúst: Building Control, David Vala
  • Building Control
  • Anisotropic Magnetoresisors - Alternative methods of magnetization / security application
  • Building Control Laboratory
  • Laboratory of Sensors
Föstudagur 26. ágúst: Hydrogen Technologies, Daniel Minarik & Electromobility, Bohumil Horak
  • Electromobility
  • SAES Group Laboratories
  • Mobile Robot Explorer for Vulcan Fields
  • Powered by Sun Program
Tækniháskólinn í Ostrava var stofnaður árið 1849 og er einn þriggja helstu tækniháskóla í Tékklandi með um 20.000 nemendur. Skólinn er þekktur fyrir verk- og tæknifræðinám, efnisfræði og vélaverkfræði, ásamt rannsóknum á endurnýjanlegum orkugjöfum svo sem sólarorku, vetni og efnarafölum. Tækniháskólinn í Ostrava stendur einnig fyrir árlegum alþjóðlegum sumarnámskeiðum og keppni í hönnun sólarknúinna farartækja “Powered by the Sun Program”.