Fara í efni

Heimsókn til AGH tækniháskólans í Kraká

Fulltrúi alþjóðaskrifstofu AGH og Dr. Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis
Fulltrúi alþjóðaskrifstofu AGH og Dr. Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis

Fulltrúar Keilis fór á dögunum í heimsókn til AGH tækniháskólans í Kraká í Póllandi. Heimsóknin var farin að tilstuðlan og í boði rektors og aðstoðarrektora AGH, til að fylgja eftir heimsókn þeirra til Keilis síðastliðið haust. Ljóst er að það er gagnkvæmur áhugi beggja skóla á nánu samstarfi í framtíðinni.

Fulltrúar Keilis fór á dögunum í heimsókn til AGH tækniháskólans í Kraká í Póllandi. Heimsóknin var farin að tilstuðlan og í boði rektors og aðstoðarrektora AGH, til að fylgja eftir heimsókn þeirra til Keilis síðastliðið haust. Ljóst er að það er gagnkvæmur áhugi beggja skóla á nánu samstarfi í framtíðinni.

 
AGH tækniháskólinn í Kraká er einn af öflugri háskólum í Evrópu og eru nemendur þar um 35.000 talsins. Skólinn verður aldargamall 2019 og er staðsettur á stóru svæði við miðborg Kraká. Skólinn er með afar góð tengsl við fyrirtæki og iðnað í Póllandi.
 
Efni heimsóknarinnar var að ræða samstarf AGH og Keilis á sviði tæknifræði, fjarkennslu, nemenda- og starfsmannaskipta, o.fl. Móttökur rektors og yfirstjórnar skólans voru með eindæmum góðar og kom fram mjög sterkur áhugi þeirra á að taka upp samstarf við Keili á sem flestum sviðum.
 
Meðal þess sem var rætt var á fundum með AGH var sá möguleiki að að senda nemendur í tæknifræði hjá Keili til framhaldsnáms (MSc) í Póllandi, en þeir bjóða upp á þriggja anna meistaranám í mekatróník á ensku. Í þessu sambandi var undirritaður samningur við alþjóðafulltrúa AGH um gagnkvæm nemenda og starfsmannaskipti milli skólanna á sviði tæknifræði. Einnig var rætt um áframhaldandi þróun á móttöku nemenda frá AGH í sumarskóla þeirra á Íslandi, en um þrjátíu nemendur bjuggu á Ásbrú síðastliðið sumar og kynntu sér nýtingu Íslendinga á endurnýjanlegum orkugjöfum.
 
Að lokum má nefna áhuga upplýsinga- og tæknideildar AGH að nýta reynslu og þekkingu Keilis á námi í Háskólabrú og sameiginleg verkefni milli skólanna við þróun og nýtingu upplýsingatækni við kennslu og fjarnám. Þær hugmyndir verða kynntar nánar á næstunni.
 
Fulltrúar Keilis eru afar ánægðir með ferðina til Kraká og þann áhuga sem AGH hefur á samvinnu og sameiginleg verkefni milli skólanna í framtíðinni.