Keilir býður nú upp á stutta og hnitmiðaða áfanga á netinu sem miðast við aðalnámskrá framhaldsskólanna og byggja á fyrirliestrum, æfingum og verkefnum. Þeir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms.
Námskeiðin fara fram á netinu þannig að þú getur sótt þau hvar og hvenær sem þér hentar. Heildarfjöldi vinnustunda eru 18 - 24 klst á einingu og eru áfangarnir flestir fimm einingar. Þeir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms.
Nútímalegir kennsluhættir sem henta þér
Í nútíma samfélagi getur verið gott að stýra sínum námshraða eftir aðstæðum og getu, því eru áfangarnir hvorki háðir tíma né rúmi og er hægt að háma þá í sig á stuttum tíma ef nemandinn hefur nægan tíma til að sinna honum. Eins ráða nemendur hvort þeir taki einn í einu eða fleiri samtímis. Áfangarnir eru að miklu leyti sjálfvirkir en í hverjum þeirra er verkefni sem þarf að skila beint til kennara skriflega eða munnlega með myndsímtali.
Námsfyrirkomulag í Hlaðborðinu
Áfangarnir skiptast upp í hæfnistig og undir hverju hæfnistigi er fyrirlestur eða fyrirlestrar, námsefni, æfingar og endað á moodle verkefni. Þegar nemandi hefur lokið moodle verkefninu með einkunnina 5 eða hærra telst hann hafa náð því hæfnisstigi.
Heildarfjöldi vinnustunda nemanda eru 18 - 24 klst m.v. hverja einingu og þeir áfangar sem verða í boði til að byrja með eru allir 5 einingar. Það er því misjafnt hvað kennari ætlar nemendum í vinnustundir t.d. hlusta á fyrirlestra, lesa ítarefni, vinna verkefni, moodleverkefni o.þ.h. það er allt sem telur. Því er ekki hægt að segja til um nákvæmlega hversu margir fyrirlestrarnir eiga að vera.
Nánari upplýsingar
Þeir áfangar sem komnir eru inn á Hlaðborðið eru góðir til undirbúnings fyrir frekara nám hjá okkur eins og ÍAK og Fótaaðgerðarfræði og í sumum tilfellum er krafa gerð um að ljúka þeim áður en nám hefst þar. Áfangarnir henta vel þeim sem vilja rifja upp námsefni eða þurfa að uppfylla ákveðnar forkröfur til náms.