Fara í efni

Hlaðvarp: Kennsla er brjálæðislegasta listgreinin

Viðmælandi Kennarastofunnar að þessu sinni er Sigrún Svafa Ólafsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi á…
Viðmælandi Kennarastofunnar að þessu sinni er Sigrún Svafa Ólafsdóttir, kennari og kennsluráðgjafi á Menntasviði Keilis.

Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir hlaðvarpinu Kennarastofan en þar er fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi.

Að þessu sinni er spjallað við Sigrúnu Svöfu Ólafsdóttur, kennara og kennsluráðgjafa á Menntasviði Keilis, um nýjar leiðir til að bæta kennslu sína og annarra. Hlaðvarp Kennarstofunnar er styrkt af Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.

Ég hef verið svo lánsamur að fá að starfa með Sigrúnu Svöfu í Keili síðustu ár. Hún er ótrúlega skapandi og leitar sífellt nýrra leiða til að bæta sína kennslu og annarra. Það er góður og dýrmætur eiginleiki kennara. Ég hef fengið fundarboð frá henni þar sem yfirskriftin er einfaldlega „Ég fékk hugmynd, getum við spjallað?“ og á fundinum fórum við svo yfir flokka Blooms út frá hugmyndum um vendinám. Þessi samtöl skipta mig ótrúlega miklu máli – og hér er eitt þeirra. 

Þess má geta að þátturinn er tekinn upp í spánýju upptökurými Vendinámssetursins sem er sér hannað fyrir viðtalsupptökur og hlaðvarpsþætti.  

HLUSTAÐU Á HLAÐVARPSÞÁTTINN HÉR

Kennarastofan - Hlaðvarp um nám og kennslu í breyttum heimi

Þorsteinn Sürmeli og Vendinámssetur Keilis standa fyrir röð nýrra hlaðvarpa undir heitinu Kennarastofan en þar verður fjallað um nám og kennslu í breyttum heimi. Sérstaklega er litið á hvernig kennarar og nemendur hafa lagað námið að aðstæðum á tímum heimsfaraldurs og þá sérstaklega hvernig sú reynsla mun breyta kennsluháttum til frambúðar.

Þorsteinn er kennari í Keili á Ásbrú í Reykjanesbæ. Hann hefur meðal annars tekið þátt í þróun vendináms, kennsluaðferð sem skólinn tók upp haustið 2012, sem snýr meðal annars að því hvernig megi styðjast við tæknina til að nýta sem best tímann sem nemendur og kennarar eiga saman í kennslustofunni. Það má gera með því að taka allt kennsluefni upp fyrir kennslustund og nýta tímann frekar í verkefnavinnu og leiðsagnarnám.

Kennarastofan er framleidd af Þorsteini Sürmeli með stuðningi frá Vendinámssetri Keilis og BestEDU verkefninu á vegum Erasmus+ Menntaáætlun Evrópusambandsins.