30.11.2011
Þrír hópar úr tæknifræðináminu hjá Keili tóku þátt í Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fyrr á árinu. Hægt er að sjá þátt um keppnina á vef RÚV. Þrír hópar úr tæknifræðináminu hjá Keili tóku þátt í Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fyrr á árinu. Hægt er að sjá þátt um keppnina á vef RÚV.
Tæknifræðinemendur Keilis gerðu gott mót í Hönnunarkeppninni og skiluðu drengilegri keppni. Þó að þeir hafi ekki náð á verðlaunapall í ár, fóru þeir engu að síður mikinn í sjónvarpsþættinum og greinilegt að Sigurður H. Richter hefur dálæti á þeim. Klárlega fallegustu hóparnir á svæðinu.
Við óskum þeim til hamingju með þátttökuna í Hönnunarkeppninni og afburða fegurð þátttakenda. Hlökkum til að sjá sem flesta úr tæknifræðinámi Keilis í keppninni á næsta ári.