Fara í efni

Húsfyllir í Andrews

Polla Pönk
Polla Pönk
Laugardaginn 4. desember stóð Keilir fyrir mikilli barnaskemmtun í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í samstarfi við nokkur fyrirtæki. Laugardaginn 4. desember stóð Keilir fyrir mikilli barnaskemmtun í Andrews leikhúsinu á Ásbrú í samstarfi við nokkur fyrirtæki.


Tilgangurinn með skemmtuninni var að safna fé í Velferðarsjóð Suðurnesja enda þörfin fyrir aðstoð mikil hjá mörgum. Okkur fannst ánægjulegt hve vel fyrirtækin tóku í að styrkja samkomuna. Vegna þess var ákveðið að bjóða öllum börnum á skemmtunina. Þróunarfélagið lagði til Andrews leikhúsið (þess vegna var skemmtunin kennd við Andrés Utangátta), þeir félagar síra Skúli Ólafsson og Arnór Vilbergsson, organisti, báru hita og þunga af dagskrárgerð og leik. Með þeim skemmtu Gospelkór Hjálpræðishersins, Vinakórinn, Konni og Rebbi að ógleymdri hljómsveitinni Polla Pönk. Leikarar frá leikfélagið Keflavíkur buðu gesti velkomna - íklæddir ýmsum búningum. Í anddyrinu gafst krökkunum kostur á að ræða við og láta mynda sig með jólasveininum.

Fyrirtækin sem styrktu samkomuna eru: Samkaup, Sparisjóðurinn í Keflavík, Bílaleigan Geysir, Nesfiskur í Garði, Landsbankinn, ÍAV þjónusta, HS veitur, HS orka, 10-11, Vífilfell auk fyrirtækja sem ekki vildu láta nafns  síns getið. Þá er ógetið einstakrar aðstoðar Víkurfrétta við auglýsingar og frásagnar vegna skemmtunarinnar. Allir aðilar gáfu vinnu sína og hver einasta króna rennur til Velferðarsjóðsins.

Húsfyllir var og var ekki annað að sjá en börnin skemmtu sér innilega. Með þessu framtaki vill starfsfólk Keilis sýna virka þátttöku í samfélaginu okkar. Okkur er því ánægja að greina frá því að yfir ein milljón króna söfnuðust í Velferðarsjóðinn. Við erum þegar farin að undirbúa Andrés Utangátta á næsta ári.

Sjá má myndir frá skemmtuninni hér