Fara í efni

ÍAK einkaþjálfari á 3ja ári í sjúkraþjálfun

Skúli við þjálfun
Skúli við þjálfun
Við hjá Heilsuskóla Keilis fylgjumst vel með gengi útskrifaðra þjálfara hjá okkur. Við tókum spjall á Skúla Pálmasyni sem útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2009.

Við hjá Heilsuskóla Keilis fylgjumst vel með gengi útskrifaðra þjálfara hjá okkur. Við tókum spjall á Skúla Pálmasyni sem útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari árið 2009.

Hvar ertu staddur í lífinu í dag? (spurt 22. mars 2012)

Í dag er ég að klára 3ja ár í námi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands og stefni á að klára það á næsta ári. Ég er að vinna með náminu sem þjálfari í sal hjá World Class Ögurhvarfi. Að auki er ég ásamt Helga Þór Arasyni að halda uppi síðunni www.pulsthjalfun.is þar sem við reynum að setja inn reglulega greinar um líkamsrækt, heilsu og mataræði. Síðan er að fá fleiri gesti en nokkurntímann fyrr og er umfangsmikil stækkun væntanleg á næstu mánuðum. Ég er búinn að vera að æfa ólympískar lyftingar núna í 4 vikur eftir frábært námskeið hjá Keili um daginn og er að fara að taka þátt í íslandsmótinu 24. mars. Alveg ótrúlega skemmtileg íþrótt.

Hvernig hefur þér gengið að fá vinnu við þjálfun eftir að þú laukst ÍAK einkaþjálfaranáminu?

Það hefur gengið vel að fá vinnu, nú er ég þjálfari í sal hjá World Class og er það mjög þægilegt með skólanum. Að vera í sjúkraþjálfunarnáminu hjálpar auðvitað mikið við að fá vinnu.

Ertu að þjálfa eftir þeirri þjálfunarhugmyndafræði sem þú lærðir í Keili?

Að miklu leyti já. Það má í raun segja að það sem lærði í Keili sé grunnurinn af þjálffræðinni sem ég nota. Maður er svo alltaf að læra eitthvað nýtt: í sjúkraþjálfunarnáminu, úr bókum og greinum og síðast en ekki síst frábærum námskeiðum sem Keilir hefur verið að halda. Það leggst svo ofan á þennan grunn sem ég lærði hjá Keili. Þessi fræði eru síbreytileg, nýjar rannsóknir alltaf að birtast og þarf maður sífellt að vera að lesa og pæla til að vera góður þjálfari. ÍAK einkaþjálfunarnámið er alveg frábært en maður er bara rétt að byrja að læra eftir að það er búið.

Kennslu í þjálffræði er mjög ábótavant í sjúkraþjálfunarnáminu og því hefur það sem ég lærði hjá Keili hjálpað mér mikið í náminu.

Hverjir eru þínir helstir viðskiptavinir?

Núna kemur allskonar fólk til mín uppi í Ögurhvarfi þannig að ég sé alla flóruna og fólk með allskonar vandamál.

Til hverra horfirðu í þjálfun?

Til að nefna nokkra þá reyni ég að lesa eins mikið og ég get frá mönnum eins og Eric Cressey, Mike Boyle, Christian Thibaudeau, Charles Poliquin og Mike Robertson. Núna er ég að lesa Low Back Disorder eftir Stuart McGill og ætla að sökkva mér í movement impairment syndromes eftir Shirhley Sahrmann fljótlega. Stór hluti af mínum launum sem þjálfari fer í námskeið og bækur, maður er stöðugt að reyna að bæta sig og læra meira.

Hvar er hægt að finna þig ef maður vill komast í þjálfun til þín?

Eins og er er ég ekkert að taka að mér einkaþjálfun, en þeir sem eru í World Class geta pantað ókeypis tíma hjá mér á 4-6 vikna fresti til að fá prógram, fara yfir tækni, fá ráðleggingar eða bara hvað sem er. Eina sem þarf að gera er að panta tíma í Ögurhvarfinu í síma 585-2222.