Fara í efni

Karl Sölvi Guðmundsson í árs leyfi

Karl Sölvi Guðmundsson
Karl Sölvi Guðmundsson
Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis hefur tekið árs leyfi frá störfum og mun stýra nýrri stofnun Austurbrúar á því tímabili.

Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðináms Keilis hefur tekið árs leyfi frá störfum og mun stýra Austurbrú á því tímabili.

Austurbrú er sjálfseignarstofnun stofnuð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast auk þess daglegan rekstur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Stofnunin verður með fimm starfsstöðvar á Austurlandi og yfir 20 starfsmenn. Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin verður í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms, símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.

Við óskum Karli til hamingju með stöðuna, og ekki síður íbúum á Austurlandi sem munu njóta góðs af starfskröftum hans á komandi ári.