Keilir hóf starfsemi vorið 2007 og fagnar því 15 ára afmæli í ár. Í tilefni þess verður opið hús í okkar frábæru aðstöðu í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú þann 2. apríl næstkomandi. Húsið verður opið gestum og gangandi á milli kl. 13.00 – 15.00 og verður fjölbreytt dagskrá, kynningar á námsframboði ásamt léttum veitingum á boðstólnum.
Flughermar Flugakademíunnar verða opnir, kynningarmeðferðir í fótaaðgerðafræði standa til boða og hægt verður að prófa tölvuleiki nemenda Menntaskólans á Ásbrú. Hlaðvarp og upptökuherbergi verða opin gestum, örkynningar á námsframboði verða og munu vélar Flugakademíunnar taka flug yfir Ásbrú svo eitthvað sé nefnt.
Keilir hefur það að markmiði að byggja upp námsmannasamfélag þar sem boðið er upp á vandað nám með áherslu á nýstárlega kennsluhætti og fyrsta flokks aðstöðu. Mikil þróun hefur orðið á námsframboði Keilis síðustu ár og í dag eru fjórir skólar með fjölbreyttar námsleiðir starfandi undir Keili: Háskólabrú, Heilsuakademía, Flugakademía Íslands og Menntaskólinn á Ásbrú.
Frá árinu 2007 hafa rúmlega 4300 manns útskrifast af 20 brautum frá Keili og í dag eru núverandi nemendur á annað þúsund í skólum Keilis.
Námsframboð Keilis:
Háskólabrú: Staðnám I Fjarnám I Með vinnu I Með undirbúningi
Heilsuakademía Keilis: ÍAK einka- og styrktarþjálfun I Fótaaðgerðafræði I Adventure Guide Certificate I Vinnuverndarnámskeið I Undirbúningsnámskeið fyrir inntökupróf læknadeildar Hí
Menntaskólinn á Ásbrú: Stúdentsbraut í tölvuleikjagerð I Fjarnámshlaðborð
Flugakademía Íslands: Atvinnuflugnám I Einkaflugnám I Námskeið fyrir flugmenn og flugkennara
Gerið ykkur glaðan dag með okkur, njótið veitinga og fáið að kynnast því frábæra starfi sem á hér stað alla daga. Starfsfólk og nemendur munu taka vel á móti þér og þínum og svara öllum ykkar spurningum.