Fara í efni

Keilir á Vísindavökunni

Keilir verður á Vísindavöku Rannís föstudaginn 27. september kl. 17 - 22 í Háskólabíói. Að þessu sinni verðum við með kynningar á vindorku, auk þess sem við verðum með snillingunum í GeoSilica að segja frá nýtingu á kísil úr jarðhitavatni.

Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Vísindavökunnar