Fara í efni

Keilir bætir í litina í skammdeginu

Glerfjöll í anddyri aðalbyggingar Keilis
Glerfjöll í anddyri aðalbyggingar Keilis

Ný listaverk eftir listakonuna Gunnhildi Þórðardóttur prýða aðalbyggingu Keilis. 

Gunnhildur er með BA gráðu í listum og listasögu frá Cambridge School of Art og MA gráðu í liststjórnun frá Ashcroft International Business School í Bretlandi. Verkið í anddyri Keilis nefnist Glerfjöll, en auk þess er listaverkið Regnbogaklettar eftir Gunnhildi einnig til sýnis í aðalbyggingunni. 

Verkin voru bæði hluti af sýningu Gunnhildar í Duushúsum í Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar um Gunnhildi má nálgast á heimasíðu hennar.