Fara í efni

Keilir hefur jákvæð áhrif

Á þriðja heila starfsári Keilis hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með tilkomu háskólabrúar. Á þriðja heila starfsári Keilis hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með tilkomu háskólabrúar.

Á aðalfundi Keilis sl. föstudag rifjaði Árni Sigfússon stjórnarformaður Keilis upp aðdraganda stofnunar. Í maí 2007 sameinuðust 19 fyrirtæki og félagasamtök um að breyta herstöð í háskólasamfélag – Keilir, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs, var stofnaður. Lagðar voru fram á 4. hundrað milljónir  í stofnfé og lagt af stað með byggingu brúar á milli nýrra atvinnutækifæra og menntunar á Suðurnesjum. Þetta var í samræmi við þá stefnu sem bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ höfðu markað við brotthvarf hersins í október árið áður og fengið þáverandi ríkisstjórn til að styðja. 
 
Í máli Hjálmars Árnasonar, framkvæmdastjóra Keilis, á aðalfundinum kom fram að á þriðja heila starfsári Keilis hefur tekist að ná rekstrinum í jafnvægi, útskrifa 720 nemendur og þar af skapa yfir 400 nemendum ný tækifæri til að hefja háskólanám með tilkomu háskólabrúar. Meirihluti þeirra kemur frá Suðurnesjum og nær 90% þeirra stunda nú háskólanám.