Fara í efni

Keilir í Færeyjum

Í síðustu viku fór ein af flugvélum Keilis í kennsluflug til Færeyja. Um er að ræða tveggja hreyfla vél okkar, Alfreð Elíasson, TF-KFE. Í síðustu viku fór ein af flugvélum Keilis í kennsluflug til Færeyja. Um er að ræða tveggja hreyfla vél okkar, Alfreð Elíasson, TF-KFE.


Í för voru tveir kennarar og tveir nemendur, Óskar Pétur Sævarsson og Aron Kári Kristófersosn. Með þessari för er lengra komnum nemendum gefinn kostur á því að fljúga milli landa með öllu sem því tilheyrir en jafnframt gefst einkar góður tími til að fá tilfinningu fyrir hinum fullkomna tækjabúnaði véla Keilis. Bæði nemendur og kennarar voru hæstánægðir með ferðina og töldu hana mjög lærdómsríka.

Meðfylgjandi mynd er úr ferðinni, sýnir þá Óskar og Aron fyrir utan flugstöðina í Vágum.