Fara í efni

Keilir kynnir Háskólabrú á Ísafirði

Fulltrúar Háskólabrúar Keilis og FRMST
Fulltrúar Háskólabrúar Keilis og FRMST
Mánudaginn 5. nóvember kynntu fulltrúar frá Keili nám í Háskólabrú í Vestrahúsinu á Ísafirði.

Mánudaginn 5. nóvember kynntu fulltrúar frá Keili nám í Háskólabrú í Vestrahúsinu á Ísafirði.

Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða tók á móti gestunum og var haldin hádegisfundur á Hótel Ísafirði þar sem Háskólabrú Keilis Keilis, var kynnt fyrir áhugasömum. Háskólabrú er kennd í staðnámi og fjarnámi og hefur lokapróf af brúnni ígildi stúdentsprófs.

Keilir hefur starfað með símenntunarmiðstöðvunum á landsbyggðinni að þróun námsframboðs til undirbúnings fyrir frumgreinanám. Kallast nám þetta Menntastoðir. Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur bætt Menntastoðum við námsframboð sitt.

Mikilvægt er að fræðsluaðilar starfi þétt saman og kynni þá námsmöguleika sem í boði eru. Þannig hefur fjarnám Háskólabrúar verið þróað með nýjustu tækni í fjarnámi og hafa margir nemendur af landsbyggðinni nýtt sér þann möguleika. Háskólabrú er kennd á fjórum brautum, eftir því fyrir hvaða háskólanám viðkomandi vill undirbúa sig. Það breikkar því mjög það frumgreinanám sem Vestfirðingum hefur staðið til boða í gegn um Háskólasetur Vestfjarða.