Fara í efni

Keilir með lykilinn að Ásbrú

Keilir mun sjá um undirbúning næstu Ásbrúarhátíðar fyrir fyrirtæki og stofnanir á Ásbrú. Keilir mun sjá um undirbúning næstu Ásbrúarhátíðar fyrir fyrirtæki og stofnanir á Ásbrú.


Frá því uppbyggingar Ásbrúar hófst fyrir rúmum fjórum árum hefur skapast sú hefð að halda sérstaka Ásbrúarhátíð fyrir þá sem starfa á Ásbrú. Hverju sinni er einu fyrirtæki falið að annast undirbúning. Í vor var það ÍAV þjónusta sem stóð fyrir samkomunni sem haldin var í Officera klúbbnum að viðstöddu fjölmenni sem skemmti sér konunglega. Samkvæmt hefð afhentir fyrirtæki það sem heldur samkomuna næsta fyrirtæki lykil svo hægt verði að undirbúa veisluna að ári tímanlega.

Á meðfylgjandi mynd afhentir Guðmundur Pétursson, framkvæmdastjóri ÍAV þjónustu, Hjálmari Árnasyni lykilinn. Keilir hefur tekið við keflinu og undirbúningur veisluhalda næsta árs er þegar hafinn.