Fara í efni

Keilir tístir á Menntamiðju

Dagana 26. febrúar til 4. mars heldur Keilir utan um Twitter aðgang Menntamiðju þar sem við munum tísta um áhugaverðar skólasögur og skólastarf.

Í byrjun febrúar hleypti Menntamiðja af stað nýju verkefni sem er ætlað að vekja athygli á áhugaverðu og framsæknu skólastarfi í íslenskum skólum og stuðla að því að kennarar deili og nýti þá miklu reynslu og þekkingu sem býr í íslensku skólasamfélagi. 

Verkefnið fer fram á samfélagsmiðlinum Twitter undir notandanafninu @Menntamidja. Það fer þannig fram að í hverri tístir einn skóli myndum og frásögnum af áhugaverðu og framsæknu skólastarfi á sínum heimaslóðum. 

Áhugasamir geta fylgst með með því að fylgja notandanum @Menntamidja á Twitter. Einnig er hægt að fylgjast með tístum á vef Menntamiðju.

Menntamiðja er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs HÍ og annarra aðila sem koma að menntamálum um starfsþróun kennara.