Fara í efni

Keilir útskrifar á Akureyri

Keilir útskrifaði 22 nemendur frá Háskólabrú og 20 ÍAK einkaþjálfara við hátíðlega athöfn hjá SÍMEY á Akureyri 7. júní.

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis flutti ávarp við útskriftina ásamt Valgeiri Mangússyni, verkefnastjóra hjá SÍMEY, Soffíu Waag Árnadóttur, forstöðumanni Háskólabrúar og Gunnhildi Erlu Vilbergsdóttur, forstöðumanni Íþróttaakademíu.

Að venju voru nemendur með hæstu meðaleinkunn verðlaunaðir. Hrafnhildur Gunnþórsdóttir og Magnús Einarsson voru jöfn með 8,71 í meðaleinkunn frá Háskólabrú og dúx ÍAK einkaþjálfaranáms var Jóhanna Friðriksdóttir með 9,36 í meðaleinkunn.

Þórhildur Örvarsdóttir og Kristján Edelstein fluttu létta sumartónlist við hátíðina.


 

Útskriftarhópur ÍAK einkaþjálfara

Verðlaunaafhending fyrir hæstu meðaleinkunn á Háskólabrú

Verðlaunaafhending fyrir hæstu meðaleinkunn í ÍAK einkaþjálfun

Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis flutti ræðu

Bryngeir Valdimarsson flutti ræðu f.h. útskriftarnema af Háskólabrú

Stefán Birgir Birgisson flutti ræðu f.h. útskrifaðra ÍAK einkaþjálfara