Fara í efni

Keilir útskrifar þúsundasta nemanda sinn

89 nemendur útskrifast frá Keili í dag, föstudaginn 24. febrúar, og hafa þá rúmlega þúsund nemendur útskrifast frá stofnun Keilis í maí 2007. Athöfnin fer fram við hátíðlega athöfn í Andrews leikhúsinu á Ásbrú kl. 15:00.

89 nemendur útskrifast frá Keili í dag, föstudaginn 24. febrúar, og hafa þá rúmlega þúsund nemendur útskrifast frá stofnun Keilis í maí 2007. Athöfnin fer fram við hátíðlega athöfn í Andrews leikhúsinu á Ásbrú kl. 15:00.

 

Valdimar Guðmundsson og Högni Þorsteinsson flytja tónlistaratriði og Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis flytur ávarp. Eftir athöfnina munu 1.022 nemendur hafa útskrifast frá Keili, þar af rúmlega helmingur eða 604 af Háskólabrú. Útskrifaðir verða í dag 89 nemendur úr Háskólabrú, Flugakademíunni og Íþróttaakademíu Keilis. Þeir skiptast þannig:

 
Háskólabrú-fjarnám: 73
Flugþjónustu: 5
ATPL: 3
Flugrekstrarfræði: 5
ÍAK einkaþjálfun: 2
ÍAK íþróttaþjálfun: 1