Fara í efni

Kínverjar í heimsókn

Hjálmar Árnason með gestum frá Kína
Hjálmar Árnason með gestum frá Kína
Í dag kom hingað hópur fólks frá háskólanum í Guangdong í Kína sem og háttsettir aðilar menntamálayfirvalda.

Í dag kom hingað hópur fólks frá háskólanum í Guangdong í Kína sem og háttsettir aðilar menntamálayfirvalda.

Þetta er eitt af ríkari héruðum í Kína.  Þau komu hingað til að kynna sér starfsemi Keilis.  Sýndu þau mikinn áhuga á samstarfi á svið flugkennslu og tæknifræði.  Niðurstaða fundarins var sú að þróa samstarfshugmyndir frekar.  Fyrir hönd Keilis sátu fundinn þeir Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður tæknifræðinnar; og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri.