Fara í efni

Kominn í draumastarfið

Björn Tómas
Björn Tómas
Gaman er að fylgjast með útskrifuðum nemendum frá Keili og hvert um heiminn leið þeirra liggur að námi loknu. Gaman er að fylgjast með útskrifuðum nemendum frá Keili og hvert um heiminn leið þeirra liggur að námi loknu.


Vorið er tími ráðninga hjá flugfélögum út um allan heim. Björn Tómas Kjaran, sem lauk námi á Flugþjónustubraut síðasta vor, hóf störf hjá Primera Air á dögunum. Hann þurfti einungis að sitja mismunaþjálfun hjá flugrekanda og fljúga reynsluflug, áður en hann gat hafið störf, þar sem dönsk flugmálayfirvöld, DCAA, viðurkenna nú að fullu Initial Attestation skírteini þau sem Keilir gefur út. Heimahöfn Björns er á starfsstöð Primera Air í Billund í Danmörku.

Eins og hjá mörgum sem velja þessa námsbraut er þetta draumastarfið hjá Birni Tómasi. Við hjá Flugakdemíu Keilis óskum honum velfarnaðar í starfi og innilega til hamingju með að vera kominn á flug.