21.03.2021
Keilir - miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er þessa dagana að framkvæma könnun í því skyni að öðlast betri skilning á námsþörfum innflytjenda sem búsettir eru á Íslandi.
Könnunin er bæði á ensku og pólsku og öll þátttaka vel metin. Það tekur um þrjár mínútur að ljóka könnuninni og þátttakendur hafa færi á að fylla hana út nafnlaust ef þeir svo kjósa.
Magdalena Maria Poslednik, verkefnastýra nýrra menntatækifæra, hefur umsjón með könnuninni.