01.11.2012
Fulltrúar Háskólabrúar verða með kynningarfund á Ísafirði í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða í hádeginu 5. nóvember.
Keilir verður með kynningarfund um nám í Háskólabrú á Hótel Ísafirði í hádeginu 5. nóvember næstkomandi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarðaverður og er öllum opinn. Boðið verður upp á súpu og brauð, um leið og starfsemi Keilis verður kynnt.
Soffía Waag Árnadóttir forstöðukona Háskólabrúar Keilis og Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir verkefnastjóri Háskólabrúar, kynna undirbúning til háskólanám, þar með talið Menntastoðir og Háskólabrú, sem og aðra starfsemi Keilis.
Áhugasamir geta skráð sig í viðtal við fulltrúa Keilis hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025 eða með tölvupósti á netfangið: smari@frmst.is