Fara í efni

Kynning: Arsenhreinsun á skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun

Sverrir Ágústsson kynnir lokaverkefni sitt í tæknifræðinámi Háskóla Íslands og Keilis sem nefnist „Arsenhreinsun á skiljuvatni frá Hellisheiðarvirkjun með járnsvarfi“ miðvikudaginn 28. september kl. 14 í aðalbyggingu Keilis.

Sverrir Ágústsson er 46 ára fæddur og uppalin í Neskaupstað. Sverrir útskrifaðist sem matreiðslumaður frá Hótel- og veitingaskóla Íslands í janúar 1992 og með meistarapróf í matreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík ári seinna. Haustið 2007 hóf hann nám í Verk- og raunvísindadeild Haskólabrúar Keilis og var hann í hópi fyrstu nemendu sem luku námi þaðan.

Kynningin er öllum opin.