Fara í efni

Kynning á lokaverkefni í tæknifræðinámi Keilis

Föstudaginn 31. maí, kl. 9:30, flytur Hrafn Helgason kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið "Hulsustrípari, forritun stýrivélar og hönnun rafstýringa".

Föstudaginn 31. maí, kl. 9:30, flytur Hrafn Helgason kynningu á lokaverkefni sínu við tæknifræðinám Keilis sem ber heitið "Hulsustrípari, forritun stýrivélar og hönnun rafstýringa". Kynningin er öllum opin og fer fram í húsnæði Keilis stofu A1 að Grænásbraut 910, 235 Reykjanesbæ. 

Verkefnið er unnið í samstarfi við fyrirtækið VHE, en höfundur starfar sem rafmagnshönnuður og forritari hjá tæknideild fyrirtækisins. Verkefnið er liður í stóru verkefni álversins Rio Tinto Alcan í Straumsvík, sem nefnist Isal production upgrade (IPU). Útfærður er á stjórnbúnaður fyrir vél sem kallast hulsustrípari. Hannaðar voru rafmagnsstýringar fyrir vélina, ásamt því var iðntölvustýring vélarinnar forrituð sem og útbúið viðmót á snertiskjá, til að stjórna vélinni. Farið er yfir helstu þætti hönnunarferilsins og framgangur verkþátta greindir.

Um höfundinn

Hrafn Helgason er fæddur í Reykjavík árið 1983 og er kvæntur fjögurra barna faðir. Hann útskrifaðist frá Vélskóla Íslands árið 2007 sem vélfræðingur og rafvirki. Hann hlaut einnig sveinsbréf í vélvirkjun árið 2007 og í rafvirkjun árið 2010. Frá árinu 2000 til 2009 starfaði Hrafn sem vélstjóri og rafvirki fyrir fyrirtækið Vélaverkstæði Hjalta Einarssonar (VHE). Frá 2009 til 2010 starfaði hann sem vélfræðing um borð í rannsóknarskipinu Neptune EA, sem sá á þeim tíma um rannsóknir á hafsbotni við strendur Rússlands tengdar olíu og gasiðnaði. Haustið 2010 hóf Hrafn nám í mekatróník við tæknifræðinám Keils, þaðan sem hann mun hann útskrifast í vor.